tisa: Svarið við alheimsvandamálum fundið: LETI

sunnudagur, maí 07, 2006

Svarið við alheimsvandamálum fundið: LETI

Getiði hvað, kæra einmanna fólk sem hefur ekkert betra að gera en að lesa þvæluna sem veltur upp úr mér og ætti kannski bara að eignast líf svo yrði ekki eins sorglegt og ég er orðin.

Ég er búin að eignast mína fyrstu myndavél, sem er sko diggital og allt! Það kemur sér án efa mjög vel þar sem ég meðlimur ljósmyndanefndar Kvennaskólans í Reykjavík, Menntaskóla við Fríkirkjuveg árið 2006-2007.

Ég var að læra í sögu áðan og það er slatta mikið sem gerðist þarna í den. Og þarf helst að kunna þetta allt. Byltingar og stríð út um allt.

Pælum aðeins í því ef fólk hefði getað meðtekið boðskap Tinnu þarna. Ef ég gæti farið aftur til ársins 1789 og sagt við þarna frönsku helvítin "Leti er lífstíll" Ég hefði auðvitað þurft að segja það á frönsku því að sjálfsögðu myndu þessir frönsku uppreisnaraular ekki hafa skilið orð af því sem ég segði og horft á mig eins og ég væri fáviti, svona eins og þeir voru.

En já, ef þeir hefðu fattað þetta þá hefði ekkert gerst, ég veit allavega að ég hefði nennt í stríð.
Ef fólk fer eftir boðskap mínum verða engin stríð. Þar af leiðandi þyrfti ég ekki að læra um þessi stríð, og þá væri ég ekki eins pirruð og ég er núna.
Allur heimurinn gæti bara legið í sólbaði og sötrað djús eða appelsín eða eitthvað.

Svo til að leysa stærðfræðivandann.

Ef, enn og aftur, fólk hefði fattað að leti er hinn eini lífstíll, þá hefðu þessir menn ekkert nennt að vera að finna upp einhver lögmál. Píþagóras lægi bara í góðu tjilli í hengirúminu sínu.

Af hverju er ég ekki alheimsforseti? My day will come!



Ég er að vinna með konu um daginn sem gaf mér blikkandi Bangsímon farsímaskraut. Það er svona drasl sem maður á að hengja á símann sinn. Mitt blikkaði sko, og ég gat líka valið hvort ég hefði Bangsímon, Grísla, Tígra eða Asnann. Ég var svo aftur að vinna með konunni í dag, ég lagði símann minn á borð eitt þarna. Hún leit á símann og spurninganar veltust upp úr henni.

Þú ekki hafa á síma? Ekki flott? Afhverju ekki á síma? Blikka! Party, party!!!

Ég sagði að Bangsímon og co. hefðu bilað. Hún skildi mig ekki.

Vandræðalegt ....

Ég held hún ætli að gefa mér spennu eða bol á morgun, ég skildi hana ekki alveg nógu vel.


Ég verð að fara að setja samhengi á bloggin mín.


Tinna - Leti er lífstíll






tisa at 22:23

4 comments